Pör
Tveggja manna dans
Við sýnum aðeins okkar bestu hliðar til að byrja með. Svo, byrjar „dans egóanna“. Kveikjurnar, væntingarnar, sársaukinn. Við mætum oft inn í ný sambönd með tösku fulla af mynstrum og sársauka sem við höfum ekki tekist á við. Og stillum henni ómeðvitað upp í nýja sambandinu.
Þessi taska er innri „Hulk-inn“ okkar.
Tími til þess að vinna í tilfinningalegri endurgjöf, tala um væntingarnar og tengjast betur okkar innstillta og meðvitaða sjálfi fyrir samband sem dafnar og endist.
Hvað nú?
Allt verður breytt. Það er nauðsynlegt að undirbúa sig undir það að verða foreldri, en einnig að undirbúa sig undir ný samskipti ykkar á milli sem foreldrar.
Við hverju á að búast, hvernig er best að veita makanum stuðning. Með áherslu á mikilvægar stundir fyrir, á meðan, og eftir fæðingu. Eins og það hlutverk föðursins að hugsa um móðurina eftir fæðinguna svo hún geti einbeitt sér að barninu.
Blöndun
Þú stofnaðir fjölskyldu, blandaða fjölskyldu. Mismunandi menntun, gildi, hefðir þurfa að finna sitt náttúrulega jafnvægi innan veggja nýja heimilisins.
Tölum um afbrýðisemi, höfnun og gremju, og hvernig á að grafa dýpra til þess að koma í veg fyrir eða útrýma mynstrum til þess að koma til móts við tilfinningalegar þarfir allra. Uppgötvaðu umbreytandi verkfæri til þess að leggja grunn að sterkri fjölskyldueiningu.