top of page

Um mig

Mín saga

Hæ. Ég heiti Tanit og er stofnandi TANIT.

​

Ég hef lesið hundruðir bóka, hef lokið ótal námskeiðum og kennaranámi, ég er Concious Coach leiðbeinandi með viðurkenningu frá Dr. Shefali, ég er móðir, eiginkona og ég er stöðugt að læra og vaxa. Ég er ekki hér til að setja mig á háan hest og predika yfir ykkur - heldur til að deila með ykkur því sem ég hef lært í gegnum tíðina, tækni og verkfærum.

​

Það sem mikilvægast er, ég hef nú þegar hjálpað þúsundum með nálgun minni sem hefur sannað sig að virkar.

​

Verið velkomin í rými þar sem hægt er að uppgötva nýja möguleika og endurskilgreina úreltar hugmyndir um sambönd og hlutverk sem skipta þig mestu máli:

  • Móðurhlutverkið

  • Foreldrahlutverkið

  • Parasambönd

og hvernig þetta tengist allt sambandi þínu við þitt eigið sjálf.

​​

Í átt að meðvitaðri, samstilltri og valdefldri tilveru í hverju skrefi.

Fb profile.png

Velgengnissagan mín um kulnun

Ég gekk í gegnum kulnun í starfi og í einkalífinu eftir að hafa áratugum saman farið alveg upp að þolmörkum mínum til þess eins að ná árangri og öðlast allt sem samfélagið segir að eigi að færa þér „hamingju“ í lífinu.

Þetta byrjaði allt saman snemma í barnæsku, með gríðarlegri þörf til þess að standa undir öllu sem var ætlast til af mér. Bæði af foreldrum mínum og samfélaginu.  Þangað til, mörgum árum seinna og eftir að ég hafði klárað viðskiptafræði við virtan skóla með glans, náð frama í viðskiptaheiminum og verið í traustu sambandi, að ég kom að endastöð. Og hrundi þegar ég komst að því að ekkert af þessum ytri markmiðum var lykillinn að sannri lífsfyllingu. Hrunið var mitt ákall um að snúa innávið.
 

Ég reis ofar þörfinni fyrir samþykki annarra og sleppti tökunum á þeirri ósýnilegu tilfinningu að vera aldrei nógu góð...

Meðvituð sambönd

Ég sleppti tökunum á skilgreiningu minni á því hvað „hamingjan“ er. Og þróaðist frá því yfir í kröftuga innri umbreytingu. Með meiri meðvitund og aftengd ytri stuðlum um árangur. Og endurskilgreindi í leiðinni samböndin og hlutverkin sem skiptu mig mestu máli.  

 

Með þessari nýju sýn á lífið byrjaði ég að leiða aðra í áttina að því að finna eigin umbreytingarsögu. Með því að leggja áherslu á sambönd, sem eru sterkustu speglarnir til þess að skilgreina það sem krefst mestrar athygli hjá þér.

Með áherslu á móðurhlutverkið, foreldrahlutverkið og pör. Að deila tækni til umbreytinga og aðferðum sem ég hef þróað, ásamt þekkingu sem aflað er frá virtum kennurum og höfundum um þessi viðfangsefni hvaðanæva að úr heiminum. 

Family_Portraits_WebRes-08.jpg

Bakgrunnur Tanit:

​

  • Móðir - Eiginkona - Leiðbeinandi - Viðskiptakona - og sjálf í sífelldri þróun!

  • BS og MA gráður í viðskiptafræði og stjórnun frá Esade Business School

  • Áratugur í farsælum viðskiptaheimi, þar til hún lenti í kulnun og sneri lífi sínu við.

  • Tanit er meðstofnandi ANDRI ICELAND og umbreytingarþjálfari sem leggur áherslu á gagnreynda Mind-Body tækni til að rækta sjálfið.

  • Heilsu- og lífsleikniþjálfari

  • Jógakennari RYT 200 | Yoga Alliance (og aðrar viðurkenningar sem tengjast jóga)

  • Viðurkenndur Level 2 Wim Hof Method leiðbeinandi (kælimeðferð, öndunartækni, hugarfar)

  • Viðurkenndur Oxygen Advantage leiðbeinandi (öndunartækni)

  • Viðurkenndur leiðbeinandi frá Buteyko Clinic International (öndunartækni)

  • Viðurkenndur Go Diaper Free leiðbeinandi (bleyjulaust uppeldi)

  • Viðurkenndur Concious Coach Method leiðbeinandi af Dr. Shefali Tsabary (móðurhlutverkið, foreldrahlutverki, og parasambönd)

​

Hún blandar saman þekkingu sinni og rannsóknum á þekktum aðferðum víðsvegar um heiminn á lífsleikni, núvitund, jóga, andlegri og líkamlegri vellíðan, til að færa þig að rótum og hvata þíns innri vaxtar.

​

​

certified coach (1).png
bottom of page